top of page

þjónusta

Samskipti við fjölmiðla, markaðs- og kynningarherferðir, krísustjórnun, skipulagning blaðamannafunda og margt fleira sem snýr að almannatengslum.

Texti þarf að henta þeim markhópi sem honum er ætlaður. Framsetning og lengd texta er mismunandi eftir miðlum og þá er mikilvægt að ávarpa þá sem skilaboðin eru ætluð á viðeigandi hátt. Við smíðum allt frá knöppum texta fyrir samfélagsmiðla til ítarlegra greina á vefnum eða fyrir tímarit.

Miðlun skilaboða á samfélagsmiðlum, samfélagsmiðlastefna og ráðgjöf um stafræna framsetningu efnis.

Þarft þú að koma fram í fjölmiðlum fyrir hönd fyrirtækisins? Það getur skipt miklu máli að fá ráðgjöf og þjálfun í að koma skilaboðum á framfæri á áhrifaríkan hátt eða að bregðast vel við í flóknum aðstæðum sem kalla á svör við erfiðum spurningum.

Ho%2525CC%252588skuldssta%2525C3%2525B0i

Framleiðsla heimildarmynda, sjónvarpsefnis og auglýsinga. Við veitum einnig kvikmyndaþjónustu við gerð kvikmynda, auglýsinga og  sjónvarpsþátta. 

Stendur til að halda viðburð sem þarf að halda vel utan um? Áralöng reynsla af skipulagningu viðburða á borð við blaðamannafundi, ráðstefnur, opnanir sýninga, brúðkaup, stórafmæli og fleira. 

IMG_1691 copy.jpg
Laptop Writing

Viltu leigja kynningarstjóra eða blaðamann til að skrifa reglulega fréttir á heimasíðuna, gefa út blað eða auglýsa á samfélagsmiðlum? Það getur verið hagkvæmt að kaupa þjónustuna í stað þess að ráða starfsmann.

bottom of page