

framleiðsla kynningarefnis
Fólk er mun líklegra til að skoða og deila sögum þínum og færslum ef þær innihalda sögur með myndum, grafík eða hljóðinnskotum. Fjölbreytni í tækni og möguleikar snjalltækja bjóða upp á margmiðlun sem eykur líkur á dreifingu vandaðs efnis.
Við sjáum um hugmyndavinnu, framleiðslu myndskeiða, hlaðvarpa og annars kynningarefnis fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir,

myndbönd
Myndbönd eru nú mest notaða stafræna sniðið á netinu og áætlað er að áhersla á myndbönd aukist enn frekar í framtíðinni.
Gæði myndbands veltur á mörgum þáttum allt frá hugmynd að handriti, upptöku hljóðs og myndar, leikstjórn, leikaravali, klippingu, grafík, hljóðvinnslu, myndblöndun og á endanlegri útkomu myndbandsins í réttu sniðmáti.
Dagskrárgerð og innihald myndbandsins er lykilatriði til að hámarka þann árangur sem myndbandið á að ná.
Textun myndbanda hefur hlotið meira vægi síðustu ár þar sem fólk skoðar oft myndbönd á samfélagsmiðlum án hljóðs. Textun er því bæði afar mikilvæg og áhrifarík leið til að koma hljóði á framfæri.
HLAÐVÖRP
Með tilkomu þráðlausra heyrnartóla eru hlaðvörp tilvalin leið til að afla sér þekkingar á ákveðnum sviðum og njóta afþreyingar.
Fyrirtæki sem vilja tengjast viðskiptavinum sínum reglulega með upplýsingum um þjónustu eða bjóða upp á skemmtilegt spjall geta nýtt sér þessa leið. Það getur hjálpað til við að auka traust og sýnir einnig þekkingu á ákveðnum sviðum.
Hlaðvörp eru góð leið til að miðla upplýsingum til hlustenda og geta haft góð dreifingaráhrif.
