Gullslaufan 2018 - Uppboð
Sersmíðað gullhálsmen Bleiku slaufunnar verður boðið upp til styrktar átakinu 10-12. október. Slaufuna smíðar og hannar Páll Sveinsson, yfirgullsmiður hjá Jóni & Óskari, sem vann hönnunarsamkeppni Félags íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagsins um hönnun Bleiku slaufunnar í ár.
Uppboðið fer fram á Facebooksíðu Bleiku slaufunnar https://www.facebook.com/bleikaslaufan/videos/484352658724168/ og lýkur kl 15:00 föstudaginn 12. október. Allur ágóði rennur óskertur til Krabbameinsfélagsins.
Blásið verður til Bleiks uppboðshófs í verslun Jóns & Óskars að Laugavegi 61, í dag, miðvikudaginn 10. október kl 17-19. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna auk þess sem hægt er að berja gullhálsmenið augum.
„Og nú skorum við á fyrirtæki að bjóða í þennan einstaka grip og ánafna hana einhverri einstakri konu, en einstakar konur eru eins og við vitum allt í kringum okkur “ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins; „Á sama tíma skorum við á vinkonuhópa um allt land að skrá sig á bleikaslaufan.is, því félagið vill í samstarfi við hópana auka mætingu kvenna í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameini. Skimun skiptir sköpum og félagið treystir á samstöðukraft kvenna sem er magnaður.“
Framleiðsla myndbands:
Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir fyrir Krabbameinsfélag Íslands.