
TÍMARIT

Blað Krabbameins-félagsins
„Ég get er mikilvægasta hugsunin“ segir Hilmar Snær Örvarsson, ólympíufari í forsíðuviðtali en hann missti hluta af vinstri fæti í kjölfar beinkrabbameins. Hann talar um mikilvægi markmiðasetningar og jákvæðra hugsana þegar kemur að því að ná árangri.
Sigríður Thorlacius, söngkona segir frá tengslum sínum við Krabbameinsfélagið og af því að missa tvær systur úr krabbameini.
„Maður deyr eins og maður lifir,“ segir Valgerður Sigurðar-dóttir, yfirlæknir líknardeildar Landspítalans og formaður Krabbameinsfélagsins.
Smelltu á PDF táknmyndina til að lesa blaðið.
Ritstjóri: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir
Viðtöl: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir

Blað Krabbameins-félagsins
„Af hverju ekki ég?“ spyr Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Krabbameins-félagsins um reynslu sína af því að greinast með brjósta-krabbamein 48 ára og fara í brjóstnám. Hún rifjar upp þennan tíma fyrir rúmum 40 árum þegar ekki var talað jafn opinskátt um hlutina og gert er í dag.
Davíð Ólafsson, óperu-söngvari og fasteignasali, segir frá reynslu sinni af því að greinast með ristil--krabbamein.
Amina Gulamo greindist með brjóstakrabbamein þegar hún lék í auglýsingu fyrir Leitar-stöð Krabbameinsfélagsins.
Smelltu á PDF táknmyndina til að lesa blaðið.
Ritstjóri: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir
Viðtöl: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir
Blað Barnaheilla 2018
Guðjón Davíð Karlsson, leikari, eða Gói eins og hann er gjarnan kallaður, lenti í grófu einelti í grunnskóla og lenti meðal annars á slysadeild vegna þess. Hann segist sjá mikið eftir að hafa einnig verið gerandi með því að standa hjá þegar skólafélagi lenti í einelti.
Salvör Nordal tók við embætti umboðsmanns barna árið 2017. Hún segir mikilvægt að hugsa út frá réttindum barna.
Birte Hansen vinnur með tónlistarefni í Vináttuverkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
„Ömmuhjartað slær með börnum í Kvennaathvarfinu,“ segir Sigþrúður Guðmunds-dóttir, framkvæmdastýra.
Smelltu á PDF táknmyndina til að lesa blaðið.
Ritstjóri: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir
Viðtöl: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir

Blað Barnaheilla 2017
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er verndari Vináttu, forvarnarverkefnis Barnaheilla gegn einelti í leik- og grunnskólum.
Um 300 börn fengu hjól í Hjólasöfnun Barnaheilla.
Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og talsmaður barna, hlaut Barnaréttindaverðlaunin.
„Ég vildi óska þess að ég gæti aftur orðið 15 ára,“ segir Þorgrímur Þráinsson sem á síðustu 10 árum hefur haldið fyrirlestra í næstum öllum grunnskólum landsins.
Börn eiga rétt á grunnmenntun án endurgjalds en mörg upplifa mismunun vegna kostnaðar við námsgögn.
Barnaheill gáfu út viðmið um umfjöllun um börn í fjölmiðlum.
Smelltu á PDF táknmyndina til að lesa blaðið.
Ritstjóri: Sigríður Guðlaugsdóttir
Viðtöl: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir


Blað Barnaheilla 2016
Vináttuverkefni samtakanna er í forgrunni með áherslu á
Barnaheill hafa gefið út viðmið um umfjöllun um börn í fjölmiðlum.
Hrafn Jökulsson brennur fyrir skáklistina. Í gegnum hana lætur hann gott af sér leiða og eflir mannréttindi barna.
Ragnheiður Gröndal og Stefán Örn Gunnlaugsson syngja lögin í Vináttuverkefninu.
Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í Háskóla Íslands, hefur rannsakað skaðleg áhrif tálmunar. Í 10-15% skilnaða lenda börn á milli í deilum þar sem annað foreldrið reynir markvisst að draga úr tengslum barnsins við hitt foreldrið. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar fyrir barnið og flokkast undir andlegt ofbeldi.
Smelltu á PDF táknmyndina til að lesa blaðið.
Ritstjóri: Sigríður Guðlaugsdóttir
Viðtöl: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir

Blað Barnaheilla 2015
„Vissi ekki að ég væri öðru vísi,“ segir Selma Björk Hermannsdóttir sem fæddist með skarð í vör og varð fyrir einelti allt frá leikskólaaldri: „Það hefði hjálpað mér svo ótrúlega mikið að hafa verkefni eins og Vináttu.“
Þeir kynntust fimm ára og kalla sig Vini Ferguson. Í sumar keyrðu þeir Massey Ferguson, tegund 35X, árgerð 1963 hringinn í kringum landið og söfnuðu fyrir verkefni félagsins.
Sex leikskólar tóku þátt í tilrauna- og aðlögunarvinnu með Vináttu, forvarnarverkefni gegn einelti. Verkefnið þykir efla samskipti barna, auka tjáningu tilfinningar, sýna samkennd, læra að hlusta og taka tillit til annarra.
Smelltu á táknmyndina til að lesa blaðið.
Ritstjóri: Sigríður Guðlaugsdóttir
Viðtöl: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir
Blað Barnaheilla 2014
Afmælisrit Barnaheilla fjallar um barnafátækt. Birt eru viðtalsbrot við íslensk börn sem alin eru upp við fátækt.
Þóra Kemp, deildarstjóri félagslegrar Þjónustumiðstöðvar í Breiðholti fjallar um feluleik fátækrargildrunnar.
„Sárast að íslensk börn búi við fátækt,“ segir Vigdís Finnboga-dóttir, verndari Barnaheilla.
Loftur Kristjánsson, rannsóknar-lögreglumaður, rannsakar ábendingar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu sem berst í gegnum ábendinga-hnapp Barnaheilla.
Kapphlaupið um lífið er
maraþonhlaup í boðhlaupsformi sem fer fram víða um heim til að vekja athygli á baráttunni gegn barnadauða.
Smelltu á PDF táknmyndina til að lesa blaðið.
Ritstjóri: Sigríður Guðlaugsdóttir
Viðtöl: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir

Blað Barnaheilla 2013
„Mér þykir mjög vænt um Barnaheill og er stolt og hreykin af því að fá að vera verndari samtakanna,“ segir Vigdís Finnbogadóttir.
Réttur barna til nafns telst til grundvallarmannréttinda. Blær Bjarkardóttir, 15 ára, þurfti að leita til dómstóla til að fá nafn sitt skráð.
Halla Heimisdóttir stendur fyrir tilraunaverkefni um hreyfingu og heilbrigði.
„Ég þótti svolítið skrýtinn, rauðhærður og hafði ekki áhuga á fótbolta,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri, um einelti sem hann lenti í.
Gunnar Hansson lifði einn með reynslu sinni af kynferðislegri misnotkun í tæpa tvo áratugi. Hann tala um áhrif þess á hann.
Smelltu á PDF táknmyndina til að lesa blaðið.
Ritstjóri: Sigríður Guðlaugsdóttir
Viðtöl: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir
