top of page

Á fréttaárunum. Multi-taskað á heimleið frá Eyjafjallajökli með stútfulla kameru af efni frá gosstöðvunum. Ís-stopp á Hvolsvelli og fréttastjórinn á línunni.

Mynd: Egill Aðalsteinsson.

SIGRÍÐUR
​SÓLAN

SSo%CC%81lan%20undirskrifthvi%CC%81tt_ed

„Ég trúi því að hver og einn hafi áhugaverða sögu að segja. Sögur eru mikilvægar, hvort sem er í persónulegu lífi okkar eða starfi. Við tengjum þegar við heyrum sögur og tengsl eru okkur lífsnauðsynleg. Þess vegna hentar margmiðlunin mér einkar vel því hún snýst svo mikið um að segja sögur.“

Það var fyrir tilviljun að ég söðlaði um árið 1993 og fór að vinna á dagskrárdeild Sjónvarpsins RÚV.

 

Fyrstu árin við aðstoðardagskrárgerð en síðan í ýmsum hlutverkum innan dagskrárgerðarinnar; sem kynnir í sjónvarpsþáttum, handritsskrif að barnamynd og framkvæmdastjóri sjónvarpsmyndar. Samhliða tók ég að mér ýmis verkefni við auglýsinga- og kvikmyndagerð, meðal annars hjá Saga Film.

 

Ellefu árum síðar var komið að öðrum tímamótum og ég tók Meistaragráðu í margmiðlunafréttamennsku í Bretlandi. Síðan hef ég starfað við fréttir á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, við almannatengsl og kynningarmál fyrir góðgerðarfélög og hef sérstakan áhuga a að framleiða margmiðlunarefni og miðla því á hinum ýmsu miðlum.

bakgrunnur


Meðal helstu starfa og verkefna eru:
 

  • Verkefnastjórn Bleiku slaufunnar, Mottumars og annarra verkefna og viðburða fyrir Krabbameinsfélagið. Almannatengsl, skrif á heimasíðu, ritstjórn tímarita o.fl.

  • Verkefnastjórn fjáröflunarátaka á borð við Út að borða fyrir börnin, almannatengsl, frétta- og greinaskrif, umsjón vefs, viðburðastjórnun o.fl. fyrir Barnaheill - Save the Children á Íslandi.

  • Uppsetning morðgátusýninganna Malaga Murder Mystery í Malaga á Spáni.

  • Stofnun og rekstur útikaffihúss við Arnarnesvog

  • Fréttalestur og framleiðsla frétta fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. 

  • Bakgrunnsrannsóknir fyrir Sjálfstætt fólk.

  • Vinna við dagskrárgerð, auglýsingagerð, heimildamyndir og kvikmyndir fyrir RUV og Saga Film.

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

bottom of page